Þurfum við nokkuð lán frá Norðurlöndum?

Miðað við viðbrögðin frá Norðurlöndum bæði Noregi og Svíþjóð,  þar sem þeir tengja sín lán við samkomulag um Icesave. Þá er það nú stórfurðulegt að þjóðir sem eiga að heita frændur okkur skuli gera það miklar kröfur. Það er eins og þau hafa ekki hugmynd um hvað þetta snýst í raun og veru. Þau taka afstöðu með Bretum og Hollendingum án þess að skoða málið. Um hvað snýst allt þetta Norðurlandasamstarf? Er þetta bara ekki snobbklúbbur fyrir socialríkisstarfsmenn?

Er orðatiltækið „Frændur eru frændum verstir" ekki rétt? Er í raun ekki allt þetta Norðurlandasamstarf bara byggt á kokteilboðum og fundasnobbi og það er það eina sem þessar þjóðir eiga sameiginlegt. Því miðað við orð Darlings í BBC þá er ekki verið að ræða hvort við munum greiða heldur með hvaða skilmálum og hvernig.

Við ættum að endurskoða allt þetta Norðurlandasamstarf og spyrja okkur til hvers það leiðir og er rétt að eyða öllum þessum fjármunum í ekki neitt?

Síðan getum við spurt okkur þurfum við í raun og veru öll þessi lán? Ef við tökum öll þessi lán sem bjóðast er ekki hægt að greiðsluþroti vegna þeirra? Miðað við hvernig stjórnin heldur á Icesave málinu er ég hættur að treysta henni hvernig hún heldur um lánamálin.


mbl.is Sænsk lán háð Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

nei - engin lán - fáum inn fjárfesta og förum að vinna -

já - frændur eru frændum verstir var sagt hér áður fyrr en hefur sennilega aldrei átt betur við en núna

Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.3.2010 kl. 02:23

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg rétt hjá þér það besta er að fá fjárfesta hér inní landið.

Ómar Gíslason, 9.3.2010 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband