4.3.2010 | 19:24
Ég ætla að taka ákvörðun fyrir þig!!!!
Er það ekki stór furðulegt hversu margar þjóðir eru tilbúnar að taka ákvörðun fyrir aðra þjóð eða þjóðir. Þjóðir sem kunna og vilja nýta sýna sjávarafurðir vel og skynsamlega þá spretta aðrar þjóðir upp sem hafa jafnvel eyðilagt sýna auðlindir, vilja núna vanda um fyrir þeim sem hafa nýtt hana vel. Hvers vegna eigum við ekki að nýta okkar auðlindir eins best og við getum og veiða hvali?
Ekki samkomulag um hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað eigum við að nýta hvalina eins og aðrar auðlindir,bæði til veiða og til skoðunar.
Ragnar Gunnlaugsson, 4.3.2010 kl. 21:10
Hvalir eru skuttogarar náttúrunnar, fjölda þeirra þarf að halda í skefjum til að halda jafnvægi í fiskistofnum. Fiskistofnarnir þola ekki hvorutveggja fiskveiðar og offjölgun hvala. Margar þjóðir nýta sér hvalafriðanir og andstöðu sína gegn hvalveiðum eins og skrautfjöður sem á að vera staðfesting á þeirra þróuðu vitund og göfugleika þ.e.a.s þeirra eigin en líka hvalanna. Hinir ofurgreindu og listfengu háhyrningar er einnig sveipaður þessari sömu dulúð. Þeir heita í samræmi við eðli sitt; Killer-Whale á ensku og drap einn slíkur nýlega þjálfarann sinn í fjölskyldugarðinum á Florída.
Held að hinn vestræni heimur hafi nóg með sín stóru efnahagsvandamál og þurfa að nota krafta sína til að rétta þeim þjóðum hjálparhönd sem hafa lent illa út úr náttúruhamförum og þarfnast stuðnings. Andstaða almennings gegn hvalveiðum er trúlega lítil sem engin í dag, nema einstaka sem hafa atvinnu af og fá greidd laun fyrir að vera á móti hvalveiðum vegna pólítísk réttrúnaðar. Það á að leyfa hvalveiðar sem fyrst sem hluta af áætlun til að endurreisa efnahag landsins!
Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.