17.2.2010 | 00:55
Nú eru Bretar að skjóta sig í fótinn
Þessi frábæra greina segir „að um helmingur allra skattaskjóla í heiminum er tengdur Bretlandi" og hefur Brown lítið gert til að bæta þar um. Síðan gagnrýnir þeir okkur, það er eins gott að steininn fer ekki í þeirra eigið glerhús. Er ekki best að taka til í sínum eigin garði áður en maður fer að gagnrýna aðra.
Bretar græða á skattaskjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt rétt hjá þér.
Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 01:36
Tortola, þar sem Landsbankinn og fleiri földu sína leynisjóði, er ein af Bresku Jómfrúareyjunum. Alveg eins og eyjan Mön, Ermarsundseyjarnar og fleiri svæði þá teljast þessi svæði ekki hluti af þjóðríkinu Bretlandi, heldur eru þetta enn þann dag í dag nýlendur með heimastjórn og teljast vera eign Bretadrottningar ásamt Kanada, Nýja-Sjálandi og Ástralíu, sem gerir drottninguna að stærsta landeiganda í heiminum. Menn ættu nú að fara að vakna og líta á það hverjir eru stóru leikmennirnir í þessu hnattræna spili.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2010 kl. 10:11
Everybody to blame......er....except Iceland....
..............................................................
Fair Play (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:02
Einmitt Fair Play - Allt hinum að kenna - við Íslendingar höfum ekki brotið neitt af okkur og þessir helvítis útlendingar eru vondir við okkur. Hvað er afneitun ef þetta er ekki afneitun. Guð blessi þessa ömurlegu og heimsku þjóð.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 11:54
Að sjálfsögðu erum við ekki sek það hefur eingin haldið öðru fram það eru bara örfáir einstaklingar sem eru sekir og þeim er hampað af stjórnvöldum. Bankarnir eru við það sama ofurlaun og afskriftir til valina stórþjófa! Eigum við að leifa þessu að halda áfram?
Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 12:51
Rétt hjá þér Sigurður, en gjörðir þessara örfáu er afleiðing en ekki orsök. Það eru ríkisstjórnir og þingmenn, sem eru kosnir af þjóðinni, sem eru stærstu sökudólgarnir enda gera þeir akkúrat ekkert til að leiðrétt glæpina. Ef þessir stórþjófar væru erlendir ríkisborgarar, þá væru þeir komnir bak við lás og slá fyrir að minnsta kosti einu ári síðan og biðu dóms. Íslenskt réttarfar er 17jándu aldar brandari. Því miður.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 18:09
Fair play?
Me: not bank owner = not responsible for damage caused by bank.
Anything else is not fair play!
Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2010 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.