28.1.2010 | 20:39
Á fallandi fæti...
Mér brá ekkert yfir því sem Standard & Poor's segir í skýrslu sinni um breska bankakerfið að það er ekki lengur í hópi þeirra stöðugustu og áhættuminnstu.
Ég leit í aðra skýrslu um breska bankakerfið en á þeim stað þá eiga 6 hópar eiga 92% af öllum bönkum í Bretlandi, eru þeir ekki bara á sömu leið og íslensku bankarnir voru? Það er að ákveðnir aðilar eru ornir of valdamiklir og hugsa stöðugt um bónusa.
Í raun ættu við íslendingar að lækka stýrivextina niður í 1% en taka upp bindiskyldu uppá 10% og með þessari bindiskyldu þyrfti ekki endilega að leggja þá inní Seðlabankann. Heldur geta þeir keypt skuldabréf og víxla í staðinn frá traustum aðilum.
Breska bankakerfið ekki lengur það stöðugasta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.