Furðulegt ráðingaferli hjá Ásahreppi

Er þetta lýðræðið í dag!

Ásahreppur auglýsti eftir sveitarstjóra 19 sóttu um og þar sem Valtýr sem var áður sveitarstjóri hjá Bláskógabyggð þá var hann ráðinn en hinir ekki virtir viðlits. Ráðningaferlið hér á landi virðist ekki vera upp á marga fiska minnir helst á "vinasamfélag", þar sem besti vinur minn er bestur í starfið.

Ráðningaferli þarf að vera upp á borði og einstaklingar skoðaðir en ekki bara þessi er flottur og hinir mega eiga sig. Ef þetta á að vera svona þá væri best að ráðningaferli væri í gegnum opinbera stofnun. Dæmi eins og Ríkiskaup eru með útboð, því getur einhver af þessum stofnun séð um að auglýsa þessar stöður og skoða þá einstaklinga sem sækja um.

Hinir 18 sem ekki voru virtir viðlits er spurning hvort þeir/þær geti kært þetta og fengið miskabætur, þar sem ekki rétt/vel var staðið að ráðningu sveitarstjóra.

 

 

 


mbl.is Aðeins einn af 19 umsækjendum í viðtal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband