Færsluflokkur: Sjónvarp

Jóladagatal sjónvarpsins á dönsku :(

Mér finnst það mjög furðulegt að hafa jóladagatal sjónvarpsins á dönsku með íslenskum texta. Sérstaklega þegar haft er í huga að þetta er fyrir mjög ung börn sem jafnvel eru ekki byrjuð á að lesa.

Það hlýtur að vera meiri metnaður hjá sjónvarpinu en þetta. Í raun er sjónvarpið að fleygja peningum út um gluggann, þar sem ákveðin hluti af áhorfendahópnum getur getur hvorki skilið dönsku né lesið Íslensku. Það er lágmarkskrafa að það sem er fyrir börn sé talað á íslensku, nema að þeir eru það snobbaðir að þeir geti ekki talað íslensku.

Jóladagatalið á íslensku TAKK FYRIR! 


mbl.is Óánægja með jóladagatal RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Kompás

Ég vil fagna því að ákveðin mynd af Kompás þáttunum er að koma aftur fram. Þessir þættir voru með bestu rannsóknarblaðamennskuna og vörpuðu ljósi á alveg ótrúlega hluti.  Ég hefði nú viljað að Ríkissjónvarpið sæi nú heiður sinn í því að opna fyrir svona þátt, þannig að sem flestir gætu sé.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband