Færsluflokkur: Dægurmál

Flott hjá Elko en "fake" hjá Toys r us

Fór í Toys r us til að skoða og kaupa á þessum „Black Friday" þá fannst mér þeirra tilboð á þessum degi hlægilegt.

Yfir 90% af búðinni var ekki með neitt afslátt heldur það sem var í hillum og voru þær með gulum miða. Í raun voru mjög fáar vörur og það kom út eins og þeir þurftu að losa sig við þessar vörur. 

Takk fyrir Toys r us fyrir lélegan „Black Friday"


mbl.is Vefur Elko hrundi vegna álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Samfylkingin

Nú er þessi flokkur nánast við það að hverfa með aðeins 5,9% fylgi í síðustu skoðanakönnun sem Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísir létu gera. Með þessu fylgi ná þeir sennilega 2-3 þingmönnum.

Þetta er flokkurinn sem átti að vera flokkur Íslands sverð þess og skjöldur og helst að hafa 30% fylgi. En einhvers vegna komust ribbaldar og ræningjar að í flokknum með allt fyrir ESB en ekkert fyrir Ísland. 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handaflið ræður för hjá Pírötum

Þessi flokkur sem segir að "grasrótin ræður". Þá er meint að handafl vissra aðila ræður í raun för en ekki hin hefðbundin flokksmaður eða grasrótarmaður. Þetta er svipað og með prófkjörið þar sem hið góða handafl réði ríkjum. Ótrúlegt er að einstaklingar sem ekkert hafi tekið þátt í starfinu hvað þeir fóru hátt á prófkjörlistann.

Jafna fyrir Pírata gæti því verið Pírati = handafl klíkunnar + vinir á góðum stað í prófkjöri. 


mbl.is Kosningastjóri Pírata rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta Jónsdóttir og hennar einkaflokkur

Það eru enginn grunngildi til hjá Pírötum þetta er aðeins einkaflokkur Birgittu Jónsdóttur og annað ekki. Hún ráðkast með fólk eins og sauðfé og hefur ekki fyrir því að mæta á fundi. Hún er valdapotari sem þrífst á að bulla um allt og ekkert og Píratar eru betur komnir án hennar. Hún skipar fólki inn á lista sem hefur lítið sem ekkert hefur tekið þátt í starfinu og hún veltir ekki fyrir sér um það fólk sem er fyrir.

Píratar standa á brauðfótum sem dæmi um það að það eru aðeins 3500 skráðir í þennan einkaflokk og inn í þessari tölu komu 700 manns tveimur vikum fyrir þessar furðulega prófkjör ef prófkjör skildi kalla. Sennilega allt smalað saman fyrir Birgittu.

Áður en yfir líkur munu fleiri fara úr þessum einkaflokki, fólk lætur ekki endalaust traðka á sér.


mbl.is Íhugar stöðu sína innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gettó Breiðholt er að festast við hverfið

Með þessu fellur bæði íbúðarverð og húsaleiguverð í Breiðholti III og sérstaklega í Fellahverfinu. Hver vill búa í hverfi þar sem tugi manna er í innbyrðis átökum og auk þess með fulla tösku af skotvopnum.

Velkominn í gettó Breiðholt! Ég bjó í þessu hverfi yfir áratug þá gat maður talað íslensku við alla, en núna er meirihlutinn ekki mæltur á íslensku.


mbl.is Sá tösku fulla af vopnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ívilnun stenst ekki Stjórnarskrána!

Merkilegt hvað íslenska ríkið getur gert í ívilnun fyrir erlend fyrirtæki, sem mun lítið sem ekkert greiða í skatt inn í samfélagið. Grunnástæðan fyrir því er að þau stofna flest öll leppfyrirtæki í Lúxemborg og það fyrirtæki er með skuldabréf á fyrirtækið hér á landi. Síðan bætist við ýmis sér verkefni sem greiðist til Lúxemborg. Þar sem þetta fyrirtæki er ekki með neitt rekstur í Lúxemborg heldur erlend viðskipti þá greiða þau lítinn sem engan skatt þar.

Frægastur er nú Steingrímur J þingmaður í hans ráðherratíð gaf hann ívilnun á fyrirtæki á Bakka. Þessi ívilnun stenst ekki Stjórnarskrána! T.d. hvernig er hægt að veita einu fyrirtæki ívilnun á að greiða t.d. ekki tryggingargjald en hin þurfa að greiða?

Síðan hefur maður heyrt að orðrómur er um að ákveðið fyrirtæki á Reykjanesi sem er að byggja og með ívilnun að það borgi erlendu verkamönnum kr. 150.000 í laun á mánuði og rukki það um kr. 70.000 í húsaleigu á mann á mánuði og það eru 3 sem eru í mjög lítilli íbúð. Þannig að þessi litla íbúð skilar kr. 210.000 í húsaleigu.

Það er eins og þessir trúðar sem eru á Alþingi hafa ekki spáð í það hvað hámarkar gæði og hagnað Íslands. Þessir mengandi láglauna verksmiðja gera það ekki.


mbl.is ESA samþykkir ívilnunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fár yfir engu

Ég styð lögreglustjórann í Vestmannaeyjum :)

Svona mál mun ekki leysast í fréttum né Kastljósi. Dæmi um það eru beljurnar á Fréttablaðinu með "nauðgunina í Hlíðunum", það sorpblað gerði í buxurnar í því máli. 

Lögreglan er að vernda rannsóknarhagsmuni hvað Landspítalinn eða Stígamót gerir skiptir ekki máli.  Sem dæmi að aðstandendur "nauðgarans" geta haft áhrif á vitni og þær/þeir breyta um skoðun. Við það er málið tapað 100% er það, það sem við viljum?

Skilaboð til þessara tónlistarvitleysingar sem þykjast ætla að vera eitthvað dómsvald á þjóðhátíð "FUCK YOU". Þjóðhátíðarnefnd eða Vestmannaeyjabær hafa ekki lögsögu yfir lögreglu né dómsvaldi sem betur fer.

PS!

Bendi á að Þjóðhátíðarnefnd hlýtur að hafa gert undirritaðan samning við væntanlegar hljómsveitir sem koma á Þjóðhátíð. Ef svo er þá gæti Þjóðhátíðarnefnd kært viðkomandi hljómsveitir fyrir brot á samningi að ekki hefði verið staðið við samninginn.


mbl.is Draga sig úr dagskrá þjóðhátíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær breyting frá Menntamálaráðherra

Þetta er það besta sem komið hefur fram frá Menntamálaráðuneytinu í marga áratugi. Til hamingju Illugi mjög vel að málum staðið. Við eigum að vera stolt af svona framförum upphafið er að þora og Illugi þorir að breyta kerfinu. Takk fyrir


mbl.is Námsmenn fái þrjár milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið rétta um fjöldann á Austurvelli

Maður hefur heyrt mjög háar tölur hversu margir hafa verið á Austvelli. En hvað komast margir á þennan völl. Hér kemur mynd þar sem einhver hefur skoðað málið.

Heildarfjöldin á þessari myndi er 1073. Það er erfitt að rúma miklu meiri sökum plássleysis.

Þessi fjöldi getur ekki verið talsmenn 320.000 manna þjóðar ætla þetta sé 50% af þeim sem kjósa VG.

Austurvollur fjöldi


mbl.is Átti tvo kosti í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glerhýsi Samfylkingarinnar

Þetta er mesta hræsnið að flokkur eins og Samfylkingin sem segist vilja hafa allt upp á borði. Skulu finnast það allt í lagi að enginn veit hver eigi húsnæði sem þeir eru í á Hallveigastíg 1. Það besta er að það skuli vera skráð erlendis og Samfó finnst það bara í fínu lagi.

Fá þessir aðilar sem eiga þetta húsnæði fá þeir einhverja nefndarstörf í staðin? Þessi fylking sem gargar á aðra skulu vera ekkert betri sjálfir. Þetta er dæmi um góðan hræsnaraflokk sem segir eitt og gerir annað. Krafan er allt upp á borðið


mbl.is Leynd yfir eigendum húss Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband