Færsluflokkur: Vísindi og fræði
19.2.2010 | 17:15
Hin frábæri LOFTBÍLL
Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með framförum. En framfarir á bílum sem nota annað en bensín og dísel hafa nú ekki verið á miklum hraða, fyrr en nýverið. Mér hefur dottið í hvort þau fyrirtæki sem dæla olíunni upp hafa stjórnað því? Án þess að vita það nokkuð.
En sem betur fer er hér að verða mikil breyting og maðurinn er farinn að virkja hugmyndaaflið og rannsaka og skoða hvað best er að gera. Það sem mest hefur verið rætt um er rafmagnsbíll, vetnisbíll, eitthvað hefur Norskt fyrirtæki verið með töflur sem þú setur í tankinn í þróun. Svo er alltaf spurning hvað verður ofan á.
Eitt af þeim fyrirtækjum sem hefur skotið upp kolli er hönnun á bíll sem gengur fyrir þrýstilofti, sem mér fyrnst alveg frábær hugmynd hér fyrir neðan sjáið þið myndband frá youtube. Hann var fyrst til 1996 og hefur verið í vinnslu síðan. Hugsið ykkur að bíll sem gengur fyrir sama lofti og við öndum að okkur en geymt í kúti í bílnum. Það eina sem þarf að gera er að tengja við kútinn og fylla hann sem tekur miklu skemmri tíma en rafmagnsbíll! Og auk þess miklu ódýrari
Viðbót gleymdi að setja heimasíðu fyrirtækisins: http://www.mdi.lu/english/
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)