Er verið að spara á réttum stöðum?

Mér finnst það alveg frábært að þessi stjórn fólksins reynir að spara hjá sér svo kemur alltaf spurning hvar er hún að spara. Fellst þessi sparnaður ráðuneyta að reka skúringarkonuna?

Hvernig væri að byrja að spara hjá öllum þessum gæðingum ríkisflokkana sem koma inn sem ráðgjafar í hinu og þessu án þess að auglýsa sérstaklega? Hvað er mikil kostnaður við allt þetta aukafólk sem hefur ekkert að gera þar nema að vera á lista klíkunnar.

Fellst þessi sparnaður að losa sig við óþarfa einstaklinga sem eru ekki í réttum flokki? og helst t.d. á móti ESB aðild? 


mbl.is 350 milljóna sparnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er til nokkuð sem heitir "AÐ SPARA AURINN EN KASTA KRÓNUNNI" það hefur mér sýnst að sé útgangurinn í þessum fáu sparnaðartillögum sem kemur frá "ríkisstjórn fólksins".

Jóhann Elíasson, 11.5.2010 kl. 20:28

2 identicon

Merkileg frétt, einkum fyrir þá sök hvað ekki var sagt. "350 milljónir sparast". Enginn sagði og enginn FRÉTTAMAÐUR spurði: Á hvaða tíma ? Dag ?, viku ?, mánuði ?, á kjörtímabilinu eða hvað ? Svo er stóra spurningin: Hvað myndi sparast með því að leggja niður ÖLL ráðuneytin nema "yfirráðuneitið" Örugglega milljarðar svo best er að stefna að því og fækka þingmönnum um t.d. helming.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sælir strákar,ég segi að þetta er allt gert fyrir ESB og ekkert annað. Þetta er ein af þeim breytingum sem þarf að gera, svo regluverk Íslendinga verði eins og þeir vilja og aðildarviðræður geti hafist... og á ekki að taka ákvörðun um það núna í júni hvort Ísland verði tekið í aðildarviðræður...

Það gleymdist bara algjörlega að fræða Íslendinga um að það þyrfti að breyta öllu regluverkinu fyrst svo viðræður gætu hafist. Svika Ríkistjórn segi ég sem annað hvort laug blá kalt að okkur og hélt því fram að þetta væri bara eins og að fara í kaffibolla til frænku og ræða málin svo ég vitni nú í samlíkingu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra þegar hann var spurður um þetta á sínum tíma þegar það var verið að keyra þetta í gegnum Alþingi. Nú ekki nema hann hafi ekki vitað betur sjálfur á þeim tíma en því á maður nú erfitt með að trúa og væri þá ótrúleg staða komin upp... Héldu annars ekki flestir Íslendingar að það væri bara verið að fara í viðræður sem áttu að eiga sér stað áður en nokkur breyting yrði gerð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.5.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband