esb ný útgáfa af DRULLUPYTTI

Ég skil vel hvers vegna Forsætisráðherra Spánar, ákvað að fresta sumarleyfi, það væri nú ekki gott að vera í sumarleyfi ef Spánn myndi hrynja.

En það er komin ný útgáfa af esb sem í raun er  esb og Drullupytturinn. Hvernig í ósköpunum eiga ríki innan esb að taka við fólki frá öðrum löndum inn á sitt atvinnuleysis- eða örorkubætur. Þetta mun ekki ganga upp. Ef þetta verður raunin þá er esb búið að vera.

Árið 2007 voru fimm lönd innan esb sem stuðla að næstum að helmingi af fjárhagsáætlun esb þessi lönd eru: Bretland, Þýskaland, Frakkland, Spánn og Ítalía. Sem dæmi að þá greiddi Þýskaland meira en 19 lægstu aðildarríkin borga samanlagt. Bretar fara mjög höllum fæti frá esb, þar sem þeir fá minna til baka og að meðaltali borgar hver Breti um £1,000 á ári til esb.

Ef aðildarríkin eiga líka að taka við fólki frá öðrum löndum inn í sitt bótarkerfi þá er greinilegt að esb er búið að vera. Löndin hreinlega ráða ekki við þetta!



mbl.is Frestaði sumarleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Svo í ofanálag stefna æstustu stórveldismógularnir að því að fá Tyrkland inní ESB Stórríkið með öll sín vandamál. Þessu liði er ekki viðbjargandi !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 23:16

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg rétt hjá þér Gunnlaugur, þessu liði er ekki viðbjargandi!

Ómar Gíslason, 2.8.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband