Svar við orðum Þorsteins Pálssonar í...

... Silfur Egils. Þau orð Þorsteins Pálssonar að við þurfum ekki að kjósa um Icesave vegna þess að þegar eru byrjaðar viðræður við Breta og Hollendinga, tel ég með öllu fjarstæðar. Við höfnun Forsetans að skrifa ekki undir lögin og vísa þeim til þjóðarinnar eru mjög skýr. Ekki er hægt að draga það til baka bara vegna þess að einhverjar viðræður hafi farið fram er hrein fjarstæða.

Ríkisstjórnin hefur ekki dregið þessi lög sem samþykkt voru á Alþingi til baka og því þarf að kjósa um þau lög. Hvað menn ræða við einhverja kemur málinu bara ekkert við og við eigum að fara eftir reglunum.

En þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefur greinilega haft áhrif og við þurfum að sýna það og sanna að við höfnum þessum samningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Auðvitað eigum við að kjósa hvernig sem staða "samninganna" verður 6.3.

Bretar og Hollendingar eru skíthræddir og meiga vel vera það - ef þetta mál fer fyrir dómsstóla vinnum við Bretana enn eina ferðina -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.3.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband