Hvað er greind?

Hafið þið velt því fyrir ykkur? Ég get komið með fullt af linkum af netinu um greind. Fyrir nokkur síðan var ég að velta þessu fyrir mér HVAÐ ER GREIND? Þá með því að skoða þá frá ýmsum sjónarhornum.

Þegar ég var á einu sambýli þá var þar íbúi með grein sem var mæld 30-40. Miðað við það sem sá einstaklingur gat gert þá fannst mér ótrúlegt að hann væri með greind uppá 40 það hlýtur að vera hærra. En þroskaþjálfarinn sem þar var hitti naglann á höfuðið, þegar hún sagði „Það er ekki spurning um greind! Það er spurning hvernig þú nýtir þér hana".

Þarna var þessi frábæri einstaklingur með greind uppá 40 en var að nýta sér hana 200%. Þá byrjaði hugurinn að starfa. Hvað sjáum við í dag ráðmenn með fulla greind eru kannski að nýta hana bara uppá 40%. Við eigum að nýta það sem við kunnum eins mikið og hægt er okkar vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband