Bull hækkun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands

Þetta prumpulið sem kosið var á Alþingi var að fá mjög góða kauphækkun.  Þingmenn eru að fá kauphækkun upp á kr.340.000 fer í 1.101.194 (rúmlega 44% hækkun). Þessi hækkun er rúmlega tvöfalt hærra en öryrkjar fá á mánuði frá Tryggingastofnun. Forsætisráðherra fær rúmlega 1/2 milljón í hækkun kringum 35% hækkun. Kauphækkun hjá venjulegu fólki var rúmlega 2,5%

Stórhlut af vinnandi einstaklingum eru með lægri grunnlaun en sú hækkun sem þingmenn fá eða kr. 340.000.

Kjararáð er vanstillt ráð því það erum við skattgreiðendur sem þurfum að borga brúsan. Alþingi kaus 3 af þessum 5 en hvar eru skattgreiðendur og fulltrúar frá t.d. ASÍ. Alþingi og ráðherra eru með 4 af 5 sem sitja í Kjararáði. Af þessu brýtur Kjararáð jafnræðisregluna. Þeir sem eru í kjararáði er kosið af þeim sem fá hækkunina þetta gengur ekki upp.

 

Skipan kjararáðs frá 1. júlí 2014 til og með 30. júní 2018:

Aðalmenn:

  • Jónas Þór Guðmundsson, formaður, kosinn af Alþingi
  • Óskar Bergsson, varaformaður, kosinn af Alþingi
  • Svanhildur Kaaber, kosin af Alþingi
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, skipaður af Hæstarétti
  • Hulda Árnadóttir, skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra

Varamenn:

  • Eva Dís Pálmadóttir, kosin af Alþingi
  • Örlygur Hnefill Jónsson, kosinn af Alþingi
  • Ingibjörg Ingadóttir, kosin af Alþingi
  • Berglind Svavarsdóttir, lögmaður, skipuð af Hæstarétti
  • Þórlindur Kjartansson, skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra

 


mbl.is Laun forseta hækka um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað  er eiginlega í gangi í þjóðfélaginu?  Svona vitleysa hefur ekkert annað í för með sér en að hleypa öllu í háaloft á vinnumarkaðnum, eða kannski það hafi verið ætlunin?.  Þetta kjararáð þarf að koma sér í samband við raunveruleikann sem allra fyrst.

Jóhann Elíasson, 1.11.2016 kl. 08:46

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Kjararáð er vanstillt ráð þar sem þeir sem fá hækkunina (þingmenn og ráðherrar) tilnefnir 4 af þeim 5 sem eru í ráðinu. Þeir eru í raun að semja við sjálfan sig

Ómar Gíslason, 1.11.2016 kl. 13:51

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Stenst Kjararáð lög? NEI því þeir sem fá þessa hækkun eru með 4 af 5 í ráðinu

Ómar Gíslason, 1.11.2016 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband