Samfylkingin er minningin ein

Þar sem Bretar ætla að ganga úr ESB þá er draumur Samfylkingarinnar að ganga í ESB búið. Þetta fylkingarlið var reiðubúið að fórna öllu fyrir þennan draum eins og VG flokksliðar. Við þessar niðurstöður mun Samfylkingin leggjast niður, draumurinn er búinn. Þessi fylking sem er núna með 6% endar í smáflokki upp á 2% fylgi. 

Hvernig væri að þessi fylking og VG myndu sameinast um að ganga í ríkjasamband við Rússland, því meðlimir báða þessara flokka sleiktu rassinn af kommaflokknum sem stjórnaði á sínum tíma.


mbl.is Aðild Íslands enn fjarlægari hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvernig heldur þú Ómar að það hefði verið fyrir okkur hefðum við verið komin inn í ESB? Ég fyrir mitt leiti get ekki hugsað þá hugsun til enda, það hefði verið skelfilegt.

En Guði sé lof, okkur auðnaðist að halda okkur utan sambandsins sem nú sér fram á að fleiri ríki vilja út. Þetta auma samband hefur ekki leitt neitt gott af sér, aðeins vandræði.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2016 kl. 09:34

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Takk fyrir Tómas Ibsen. Íslenskt þjóðfélag hefði orðið gjaldþrota ef hefðum verið í ESB við hrun bankakerfis. ESB hefði gert það sama og þeir gerðu við Kýpur íbúar misstu hluta af sínum inneignum í bönkum auk þess að allt eftirlit með öllu yfirflugi yfir Íslandi færi til ESB og við myndum missa fiskimiðin að auki. Þjóðfélagið myndi fara 100 ár aftur í tímann

Ómar Gíslason, 24.6.2016 kl. 10:13

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Algerlega sammála þér Ómar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2016 kl. 10:35

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég á mynd af bankareikningi íbúa á Kýpur fyrir og eftir aðgerð ESB

Ómar Gíslason, 24.6.2016 kl. 10:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Endurreisa þeir ekki bara Alþýðuflokkinn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2016 kl. 11:49

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg örugglega Ásthildur það væri betra að þetta fólk færi alveg og nýtt kæmi inn.

Ómar Gíslason, 24.6.2016 kl. 12:31

7 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Bretland er ekki ESB. ESB mun koma sterkar út úr þessu þegar fram líður.

Og Ómar, varð Ísland ekki gjaldþrota?

Þurfti ísland ekki að leita á náðir alþjóða gjaldeyrissjóðsins vegna þess að það gat ekki staðið við skuldbinndingar sínar = gjaldþrot?

Danmörk, svíþjóð, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og mörg önnur ESB lönd hafa það bara fínt þó UK yfirgefi ESB.

Og ástandið hér í UK þar sem ég bý er bara ágætt og þess vegna skil ég ekki hvernig Bretar gátu kosið þessa niðurstöðu??

Eftir nokkur ár þá verður England og hugsanlega Wales ein eftir utan ESB. Skotar munu pottþétt yfirgefa UK fyrir ESB og N-Írar mun krefjast sameiningar við Írland.

Það ferli er nú þegar hafið nokkrum klst eftir niðurstöðu kosninganna.

Það sem gerist núna er að ESB mun breytast, væntanlega verður kosningu til ESB þings breytt þannig að þegnar ESB landa munu geta kosið sýna fulltrúa á þingið og fl.

Það er engin spurning að Ísland á að opna viðræður við ESB og ég tel að ESB verði töluvert liðlegar í undanþágum nú en áður..

Og einnig, ég er ekki og hef aldrei verið samfó-, vg- né framsóknarmaður.....

Snorri Arnar Þórisson, 24.6.2016 kl. 13:11

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Snorri, það er óskandi að ESB taki breytingum nú þegar evrukratar gera sér ljóst að almenningur lætur ekki bjóða sér hvað sem er.  Mergurinn málsins er sá að almennir kjósendur hafa aldrei fengið að kjósa um eitt eða neitt er máli varðar innan Evrópusambandsins, þeir hafa hingað til bara þurft að kyngja því sem frá Brussel hefur komið.  Við Íslendingar höfum ekki og viljum ekki láta slíkt yfir okkur ganga, við fengum nóg af yfirgangi Dana á sínum tíma.

Auðvitað á hvert ríki að vera sjálfstætt og fullvalda, það er einmitt það sem Bretar voru að kjósa um.  Hitt er svo annað mál að þjóðir geta gert með sér bandalag um viðskipti og annað sem máli skiptir án þess að vera undir yfirvaldi fólks sem ekki er einu sinni kosið til að ráðskast með aðildarríkin.  Fríverslunarsambandið var einmitt stofnað til að sinna slíkum verkum, en þegar valdagræðgin fór að kitla fóru menn lengra og það langt fram úr sjálfum sér og þar með varð ESB til og nú segir fólk "Nú er nóg komið, hingað og ekki lengra".

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2016 kl. 14:10

9 Smámynd: Hrossabrestur

Er Snorri Arnar kannski Beurokratískur valdafíkill? money-mouth 

Hrossabrestur, 24.6.2016 kl. 14:22

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég lít ekki svo á Hrossabrestur.  Auðvitað hefur hann skoðanir á málunum, en hann þarf ekki að vera sammála mér eða öðrum, hann er frjáls af sínum skoðunum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.6.2016 kl. 14:49

11 Smámynd: Ómar Gíslason

Snorri Arnar Ísland varð ekki gjaldþrota eins og þín skilgreining er "...gat ekki staðið við skuldbindingar sínar = gjaldþrot". Við Íslendingar ákváðum að greiða ekki skuldir "fjárglæpamanna" á því er stór munur. Við sögðum "NEI TAKK" sem betur fer. ESB lýtur svo á að skattpeningar almennings á að fara að bjarga einhverju "skítlegum" banka sem hefur tekið það miklar áhættu allt í nafni gróðrarhyggju en þessi sami banki eða bankar hafa enga fyrirhyggju í fjármálum.

Við eigum að vera stolt af þessu að við höfum staðið upp og hafnað að greiða skuldir "fjárglæpamanna".

Ómar Gíslason, 24.6.2016 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband