Barnalánið - léleg ráðstöfun

Þetta fræga svokallað „barnalán" sem tekið var í tveimur áföngum í Bretlandi £15 milljónir árið 1981 og £15 milljónir árið 1983 samtals að upphæð £30 milljónir og var kúlulán. Það var óverðtryggt sem bar 14,5% vexti og var óuppsegjanlegt þ.e. ekki hægt að greiða lánið upp fyrir gjalddaga sem er 31. janúar 2016. Fjármálaráðherra var þá Ragnar Arnalds. Með kúluláni eru aðeins greiddir vextir á hverju ári og lánið sjálft er síðan greitt í lokinn.

Ef við skoðum lánið sjálft það hefur mjög háa vexti eða 14,5% sem dæmi að Lehman brothers voru með frá 1925 til 1969 að meðaltali 8,75% í vexti.

Lánið var til 35 ára og hvort lán fyrir sig voru greiðslur að upphæð £2.175.000 eða samtals £4.350.000 í heild hefur því íslenskir skattgreiðendur greitt samtals £147.900.000 í vaxtagjöld af þessum £30.000.000 „barna"láni. Árið 1989 var íslenska ríkið búið að greiða £30.450.000 í vexti eða meira en lánið sem tekið var upphaflega.

Ef við miðum við gengi £ í dag sem er 182 þá eru vaxtagjöldin í heild af £147.900.000 samtals 26,9 milljarðar ísl. króna  og  lán £30.000.000 er samtals 5,4 milljarða ísl. króna. Þetta gerir samtals 32,4 milljarðar ísl. króna. Þessi heildartala er rétt undir tölum sem Landspítalinn fær!

Niðurstaða. Helsta vandamál þjóðarinnar er ekki myntin eða verðtryggingin heldur þingmenn og Alþingi. Þeir virðast gera allt í pólitískum tilgangi án þess að hugsa hver í raun er besta leiðin sem er hægt að fara og fara þá leið. Þessi leið sem félagarnir Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Gunnar Thoroddsen og aðrir sem sátu í þeirri stjórn voru því mjög dýrir fyrir þjóðina. Vonandi kemur slík stjórn ekki aftur.

 


mbl.is Barnalánið loks greitt eftir 35 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg hárrétt, að það er ekki hægt að kenna málskífum og pappírsmiðum (þ.e. krónunni) um þessa slæmu ákvörðun.

Svona hefði Icesave orðið líka (eða verra) ef við hefðum ekki komið í veg fyrir ríkisábyrgð á þeim samningum.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2016 kl. 12:20

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Alveg rétt hjá þér Guðmundur við viljum alltaf kenna krónunni um vandamálið þegar þingmenn og Alþingi eru sjálft vandamálið og sem betur fer náðum þjóðin að hafna Icesave.

Ómar Gíslason, 30.1.2016 kl. 12:29

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það erum ekki við sem viljum kenna krónunni um allt sem aflaga fer, heldur þeir sem halda þeirri falskenningu fram sem rökum fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru.

Að grafa undan fullveldi landsins með falskenningum (svikum) eru landráð samkvæmt skilgreiningu hugtaksins. Þetta er ekki ásökun, heldur einfaldlega verknaðarlýsing athæfisins.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2016 kl. 12:36

4 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Að sjálfsögðu eru þetta gríðarlegir fjármunir. En hvað höfum við fengið í staðinn? Hitaveituvæðing höfuðborgarsvæðissins var gríðarlegt hagsmunamál íslendinga. Ef ekki hefði komið til hennar værum við í dag að sjá olíubíla á hveju götuhorni að dæla olíu í olíutanka við hvert heimili og fyrirtæki sem síðan brenndu henni með gríðarlegri sótmengun svo við sæjum varla Esjuna fyrir mekkinum í björtu veðri eins og er í dag. Svo ekki sé talað um gjaldeyrissparnaðinn. Auk þess tel ég að öll uppbygging og byggingarfræmkvæmdir hefðu orðið verulega mikið minni ef þessar framkvæmdir hefðu ekki orðið með þeim afleiðingum að fólksfjölgun hefði orðið mun minni.  

Stefán Þ Ingólfsson, 30.1.2016 kl. 16:53

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Takk fyrir álitið Stefán

Þessir fjármunir voru notaðir t.d. vegna atvinnuleysi og ýmislegt fleira. Hitaveita Reykjavíkur á sér um 100 ára sögu og sú saga er miklu eldri en þetta mál og var mikið framfara mál þess tíma eins og þú bendir réttilega á og var það eitt af bestu framfara málum hér á landi með t.d. sparnað á gjaldeyrir og betra andrúmsloft. Í raun getum við þakkað þeim sem komu því máli áfram sérstaklega fyrir. 

Sama ríkisstjórn gerði ein af mestu mistök í lántöku hér á landi. Ríkisstjórnin setti í lög að allir lífeyrissjóðir væru með 40% kaupskyldu af ráðstöfunarfé lífeyrissjóða á skuldabréfum hjá ríkinu lög nr. 82/1977 og lög nr. 20/1979. lánin voru til 15 ára, verðtryggð og með 3,5% vöxtum. Þetta tel ég vera fyrstu lán sem ríkið tekur sem er verðtryggð. Það fór í ýmsa sjóði eins og t.d. Byggingasjóð ríkisins og gert til að auka framboð húsnæðis. Það besta var að hjá Byggingasjóði ríkisins þar var það lánað út til 30 ára, verðtryggð og með 2,25% vexti. Það var lánað út með 1,25% lægri vöxtum og á helmingi lengri tíma, þannig að skattgreiðendur þurfta að greiða þennan mismun. Ráðstöfunarfé = innstreymi fjár - útstreymi vegna lífeyris- og rekstrarkostnaðar. Ýmsar stofnar innan ríkisins vöruðu við þessu t.d. Húsnæðisstofnun ríkisins vegna þeirra miklu mismunar á tíma þ.e. greiða lánið eftir 15 ár en fá til baka á 30 árum og eins hitt verðtryggingin gæti margfaldað lánið það mikið.

Í þessu tilfelli hefði verið betra fyrir ríkisstjórn og Alþingi að vinna með lífeyrissjóðum að þessari lausn en ekki að fá bolta sjálfir í fangið. Árið 1980 samkvæmt Seðlabanka Íslands var heildar ráðstöfunarfé lífeyrissjóð 52,8 milljarðar hjá 96 lífeyrissjóðum. Þannig þessi fyrsta lántaka var upp á kr. 21,1 milljarð síðan fór verðbólgan upp í 100%. Fengið úr BS ritgerð minni við Háskólann á Akureyri „Íslenskir lífeyrissjóðir - fjárfestingar, eignir og ávöxtun.

Ómar Gíslason, 30.1.2016 kl. 17:47

6 identicon

Burt séð frá hægri eða vinstri vill ég velta þessu upp. Íslenskir stjórnmálamenn og gjörðir þeirra. Muna menn eftir því þegar Jón Baldvinn vildi verða stór? þegar hann vildi endilega fara að hjóla í Rússa vegna eystrasaltslandana? Eða þegar hann henti Bandaríkskum embættismanni í sundlaugina í sendiráðinu í fyllerýi? Eða þegar Davíð samþykti lánið til Kaupþings haustið 2008? Eða samninga v g og samfó varðandi icesave? (sem forsetin forðaði okkur reyndar frá) Eða þegar Dagur vildi hjóla í Israel? Fyrir hverja er þetta fólk að vinna? Fyrir þessa þjóð hérna??

En eru reyndar allir sammála um að setja miljarða á miljarða ofan í flóttamenn. Gildir það jafnt á alla flokka. Er það það sem þessi þjóð þarf helst núna td?

ólafur (IP-tala skráð) 30.1.2016 kl. 23:20

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ólafur. Skýtur það ekki einmitt skökku við að dæla milljörðum í flóttamenn á meðan fjölmargir íslenskir ríkisborgarar og börn þeirra þurfa að búa við heimilisleysi og nauðsynjaskort?

Sjá nýútkomna skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna um þann stóraukna fjölda íslenskra barna sem búa við skort á lífsnauðsynjum: Skortur medal barna | Unicef

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2016 kl. 15:58

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Barnalánið var tekið á furðulegum tímum í íslenskri efnahagssögu.  Verðbólga var um 50% á ári 1981-1983 og fór yfir 100% um tíma árið 1985.  Samanlögð verðbólga frá lántöku í janúar 1981 til uppgreiðsludags reynist vera yfir 4000%!

Við útreikning á greiðslum lánsins, þá verður að nota gengi hvers árs, en ekki leggja allar vaxtagreiðslur saman og reikna þær út á gengi dagsins í dag.  Spurningin er að núvirða vaxtagreiðslurnar, sem mun gefa heldur áhugaverða niðurstöðu.

Mínir útreikningar benda til að heildargreiðslur (á verðlagi hvers árs) hafi verið 15-16 ma.kr. meðan upphaflega lánsfjárhæðin hafi verið um 490 m.kr. Við erum því að tala um ríflega 30-földun í 40-faldri verðbólgu og það sem meira er 80-földun vergrar þjóðarframleiðslu.  Já, lánið var með glæpsamlega vexti, en ég er viss um að í 50% verðbólgu, þá hafi 14,5% vextir ekki þótt háir.  Gengisbreytingar pundsins bætast síðan ofan á vextina, en hún er ríflega 14-föld.

Það sem mér finnst verst við þetta lán eru ekki upphaflegu vextirnir, heldur að þeir hafi verið fastir til 35 ára og að lánið hafi ekki verið uppgreiðanlegt.  Að greiða 14,5% vexti í 50% verðbólgu, þó svo að gengisbreytingar kæmu til viðbótar, voru kostakjör.  Að greiða hins vegar 14,5% vexti í 4% verðbólgu á 10. áratugnum með gengisbreytingum, var hins vegar mjög blóðugt.

Marinó G. Njálsson, 31.1.2016 kl. 16:44

9 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Verð aðeins að leiðrétta mig.  Vaxtagreiðslur voru um 18 ma.kr. og því eru heildargreiðslur ríflega 23 ma.kr.  Það þýðir um 47-föld lánsupphæðin.

Marinó G. Njálsson, 31.1.2016 kl. 17:04

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess má geta að samkvæmt tillögum stjórnlagaráðs gætu kjósendur EKKI stoppað kolgeggjaða lántöku sem þessa með undirskriftasöfnun og kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er vegna þess að viðkomandi ákvæði í tillögunum beinlínis undanskilur fjárlög, þjóðréttarsamninga, og í raun flest það sem raunverulegu máli skiptir.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2016 kl. 17:23

11 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Gekk lengra og núvirti greiðslunar og þá endar talan í 50 ma.kr.

Marinó G. Njálsson, 31.1.2016 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband