Klikkuð ákvörðun!

Þessi ákvörðun hins klikkaða borgarstjórnar meirihluta að loka fyrir alla umferð frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg er einhver sú allra vanhugsaðasta sem gerð hefur verið. Ekkert samráð var við þá sem eru með verslun við götuna né var hugsað út í það að nú fer umferðin niður Vatnsstíginn og þá myndast umferðateppa á horni Hverfisgötu og Vatnsstígs.

Umferðateppan er á þvílíkum toga að það er spurning um mengunin getur orðið það mikil að það ekki er holt fyrir gangandi að vera þar á ferð. Ef til vill ætlar þessir snillingar heimskunnar að loka bara fyrir allan akstur niður laugaveg til að forðast þessa mengun við Vatnsstíg!

Það er nú til rannsóknir sem sýnir að aðalgötunar sem eru vil skipulagðar miðað við umferð og gangandi laða að sér miklu fleiri en ella.


mbl.is „Lítið samráð haft um lokun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ruglið birtist líka í því, að það er búið að loka fyrir umferð um Austurstræti austan frá (á horni Lækjargötu) og LÍKA sunnan frá (við Dómkirkjuna), þannig að engin umferð er leyfð um allt Austurstræti og heldur ekki í gegnum það (um Pósthússtræti), enda getur ekki verið, að nein umferð sé leyfð suður Pósthússtræti frá Hafnarstræti og enn síður austur Austurstræti frá Aðalstræti eða hliðargötunni við gamla Hótel Vík.

Afleiðingin er sífelld umferðarteppa framhjá Alþingi og norður Aðalstræti og eilíft hringsól bíla, alveg í takt við annan þankagang þessa "Besta lista".

Svo er bannað að keyra norður Suðurgötu frá Skothúsvegi að Túngötu. Eins og Heimir Fjeldsted Moggabloggari benti á í Morgunblaðsgrein í síðustu viku, var engin ástæða til að loka Suðurgötu á þessum kafla, þar eru engin bílastæði né börn að hlaupa skyndilega út á götuna, enda er kirkjugarðurinn þar á aðra hönd, en á hina örfá íbúðarhús. En þetta veldur auknu álagi á umferð norður Hofsvallagötu frá Hringbraut til að komast inn á Túngötu og niður í bæ. Yfir Hofsvallagötu fer fjöldi skólabarna og annars gangandi fólks.

Ég veit eina frábæra patentlausn á þessu máli.

Jón Valur Jensson, 4.7.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í stað "og LÍKA sunnan frá (við Dómkirkjuna)," átti að standa hér:

"og LÍKA inn í Austurstræti um Pósthússtræti sunnan frá (við Dómkirkjuna),"

Jón Valur Jensson, 4.7.2011 kl. 20:49

3 Smámynd: The Critic

það virðist ekki skipta máli  hvaða flokkur er við völd í Reykjavík, allir fara þeir í bardaga gegn einkabílnum með fáránlegustu uppárækjum.  Allir eiga að hjóla og taka strætó, það eina sem svona heimsku útspil skilar er minni verslun í miðbænum fólk fer frekar í Kringluna eða Smáran.

The Critic, 4.7.2011 kl. 21:13

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Jón Valur tek undir með þér, þetta er algjör steypa. Mér finnst eins og þessir kjúklingar sem stjórna Reykjavíkurborg vita ekkert hvað þeir eru að gera. Laugavegur á að vera með bílaumferð eins og verið hefur lifandi borg.

Við þurfum að fá annað fólk í borgarstjórn hugsanlega að bjóða fram annan lista. Mér hefur fundist Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir vera bestu frambjóðendur sem hafa komið fram fyrir þessa flokka. Þau eiga þakkir skildar fyrir að berjast fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar. Jón Valur það má ekki ske að þessum götum verði lokað af fólki sem veit ekki hvað það framkvæmir. 

Jóhann Páll Símonarson

Jóhann Páll Símonarson, 4.7.2011 kl. 23:02

5 identicon

Undanfarið hafa borgaryfirvöld stefnt að lokun Austurstrætis, og Laugavegs frá Vatnsstíg fyrir bílaumferð þrátt fyrir margítrekaða andstöðu íbúa, kaupmanna og annarra hagsmunaaðila á svæðinu. Ég hef um árabil stundað verslunarrekstur á Laugavegi og veit sem er að verslunin er varla svipur hjá sjón þá daga sem gatan er lokuð fyrir bílaumferð, enda vilja viðskiptavinir geta lagt bílum sínum nærri versluninni.

Á umliðnum árum hefur mjög verið þrengt að umferðinni sem fer afar hægt niður Laugaveginn og ógnar því engum vegfarendum. Á sama tíma hafa gangstéttir verið breikkaðar og bílastæðum fækkað svo nú er nóg pláss fyrir gangandi vegfarendur. Í ljósi þessa er óskiljanlegt hvers vegna borgaryfirvöld vilja loka alfarið fyrir bílaumferð um stóran hluta Laugavegs.

Með fyrirhuguðum lokunum Laugavegs er veist að lífsviðurværi fjölmargra kaupmanna og annarra rekstraraðila, en nánast ekkert hefur farið fyrir samráði borgaryfirvalda við okkur sem rekum verslanir í miðborginni og höfum gert árum og áratugum saman. Jakob Frímann Magnússon hefur undanfarin ár starfað á vegum borgaryfirvalda að málefnum miðborgarinnar á himinháum launum, greiddum úr sjóðum reykvískra skattborgara, án þess að hafa orðið mikið ágengt við að efla verslun og mannlíf á þessu svæði. Þá hefur hann misbeitt ítökum sínum í samtökunum Miðborginni okkar til að knýja fram vilja borgaryfirvalda um lokun gatna, en flestir þeir kaupmenn sem nokkurs mega sín á þessu svæði hafa sagt sig úr þeim samtökum og samtökin sem slík því ekki bær til að mæla fyrir munn verslunareigenda við Laugaveg.

Lokunarárátta borgarfulltrúanna er mér óskiljanleg, en nánast engin rök hníga að lokun. Lokun Austurstrætis var á sínum tíma banabiti verslunar í Kvosinni og þar þrífst nú vart önnur starfsemi en öldurhús og skemmtistaðir. Ætla má að slík muni verða framtíð þess hluta Laugavegar sem nú stendur til að loka fyrir bílaumferð.

Með lokun gatna sýna borgaryfirvöld líka öldruðum og hreyfihömluðum mikið skeytingarleysi, en það er ekki á færi þessa fólks að ganga um langan veg. Þá mun hinn skemmtilegi og gamalgróni siður að fara á rúntinn leggjast af verði hugmyndir borgaryfirvalda að veruleika.

Það er orðið tímabært að kjörnir fulltrúar okkar Reykvíkinga hætti að vega að atvinnustarfseminni í miðborginni. Getum við sem stundum verslun í miðborginni vinsamlegast verið í friði fyrir ofríki ykkar, sem eruð kjörin til að þjóna okkur? Er til of mikils mælst?”

Hildur Símonardóttir (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband