Er € dauðadæmd?

Sjáum við ekki á þessu að evran er dauðadæmd! Hún virkar vel í hagfræðibókum sem útópía þar sem allt á að vera í réttu jafnvægi án tillit til hvar landið er í raun og veru. En raunveruleikinn er allt annar lönd eru misjöfn og landsframleiðsla og menningin er misjöfn á milli landa.

Það er aðeins hægt að verja sig með því að vera með sinn eigin gjaldmiðil, en ekki þann sem er án tengingu við þjóðfélag og haldið upp af þvílíku handafli að það stenst ekki.

Hvernig væri að þessir sem eru dolfallnir á € komi bara út úr skápnum og horfi á raunveruleikan, hún gengur ekki upp til lengdar. Það er spá mín að innan 5 ára verður annað hvort þýska markið komið aftur eða nokkur lönd verði farin úr evrunni þar á meðal Spánn.


mbl.is Þýska undrið gæti reynst reiðarslag fyrir illa stödd evruríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki hægt að segja sama um Dollarann? Hann er notaður í mörgum löndum og svo öllum fylkjum USA þar sem efnhagsástandið er mjög mismunandi. Og skil ekki hvað þú átt við að verja sig með eigin gjaldmiðli ef engin annar í heiminum samþykkir hann er hann ekki nema skömmtunarseðill á vöru sem keyptar eru inn fyrir gjaldeyrir. Og ef enginn vill skipta krónum þá takamarkast það sem við getum keypt inn við þann gjaldeyrir sem við fáum fyrir útflutning sem í dag er um 400 milljarðar. Og svo lánsfé sem við fáum en við getum ekki borgað af lánum ef við þurfum að nota allar útflutningtekjur í að kaupa inn nauðþurftir og borga af þeim lánum sem við höfum þegar tekið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.10.2010 kl. 12:40

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Gjaldmiðill er einskis virði nema að efnislegar eignir séu á bakvið hann. Þ.a.l. er ekki verið að skipta seðlum í eiginlegri merkingu heldur útflutningsverðmætum. Þetta atriði er löngu gleymt enda hamlar það vexti þeirra sem eiga ekkert annað en viðskiptavild hjá kunningjum sínum.

Þjóðverjar hafa alltaf vitað þetta og lifa samkvæmt þessari staðreynd, þess vegna eru þeir brosandi út að eyrum, með bjór og pylsu, þegar aðrir eru fastir í fjóshaugnum.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.10.2010 kl. 13:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Og ef enginn vill skipta krónum þá takamarkast það sem við getum keypt inn við þann gjaldeyrir sem við fáum fyrir útflutning sem í dag er um 400 milljarðar."

Þannig ætti það líka alltaf að vera, fyrir hvað annað ættum við annars að versla? Þá er ég að meina vöruviðskipti en ekki fjármálabrask. Ef við greiðum ekki fyrir innflutning með útflutningi, þá þurfum við að greiða með einhverju öðru en við höfum ekkert að bjóða annað nema inneignarnótur í íslenska hagkerfinu (krónur)

"Og svo lánsfé sem við fáum en við getum ekki borgað af lánum ef við þurfum að nota allar útflutningtekjur í að kaupa inn nauðþurftir og borga af þeim lánum sem við höfum þegar tekið."

Þess vegna eigum við einmitt ekki að taka erlend lán yfir höfuð. Þegar vandamálið er skuldsetning getur lausnin aldrei orðið meiri skuldsetning.

"Gjaldmiðill er einskis virði nema að efnislegar eignir séu á bakvið hann."

Hárrétt Sindri. Þess vegna myndi það ekki gagnast okkur neitt að taka upp Evru. Þá værum við einfaldlega að leggja niður einn pappírsgjaldmiðil til að taka upp annan, og eini munurinn er sá að það er til fleiri af seinni gerðinni, sem er ekkert endilega betra. Afhverju ekki frekar að prófa að taka upp öðruvísi gjaldmiði? Til að árétta það þá eru hvorki Evra, Dollar, breskt Pund eða þýskt Mark öðruvísi gjaldmiðlar, heldur eru þeir alveg eins og krónan, pappír sem eru ekki baktryggður með neinu efnislegu.

Til upprifjunar má benda á að einu sinni fyrir langa löngu var íslenska krónan gulltryggð, sem þýddi að ríkið ábyrgðist að hægt væriað skipta kónuseðlum fyrir ígildi þeirra í raunverulegum áþreifanlegum verðmætum. Til þess að baktryggja þessa ábyrgð þurfti ríkið að ráða yfir gullforða, en stærð hans setti um leið takmörk á það hversu mikið var hægt að gefa út af krónum og þar af leiðandi hversu mikil verðbólga var búin til í hagkerfinu. Núna vegna kreppunnar hafa margir bent á að rétt væri að hverfa aftur til þess að vera með beinharða peninga en hinsvegar er ekkert endilega víst að gull væri besta baktryggingin. Sumir hafa bent á að kannski væri ál heppilegur málmur þar sem það er aðalútflutningsvara þjóðarinnar, en persónulega hallast ég að því að best væri að hafa blandaða körfu af hrávörum og helstu viðskiptagjaldmiðlum.

"Þjóðverjar hafa alltaf vitað þetta og lifa samkvæmt þessari staðreynd"

Nei ekki alltaf, þeir klikkuðu illa á þessu í Weimar lýðveldinu 1921-23 þegar þeir reyndu að prenta þýzk mörk til að greiða stríðsskaðabætur skv. Versalasamningunum. Afleiðingin varð óðaverðbólga sem fór hæst í 29.500 % á einum mánuði í október 1923, en í nóvember það ár kostaði brauðhleifur 3 milljarða pappírsmarka, bjórglas 4 milljarða, og kílóverð á kjöti fór upp í 70 milljarða. Stærsti peningaseðillinn sem Þjóðverjar prentuðu árið 1923 var 100.000 milljarðar og til að kaupa einn bandaríkjadal þurfti 4-5 slíka, en seðlar með lægra verðgildi voru hinsvegar svo lítils virði að þeir voru raunverulega orðnir hagkvæmur valkostur í stað veggfóðurs. Þegar loks var gerð myntbreyting árið 1924 voru tólf núll klippt aftan af verðgildinu (og þeir sem muna eftir myntbreytingunni hér á Íslandi árið 1981 finnst tvo núll vera mikið?).

Þjóðverjar munu líklega aldrei gleyma þessu skelfilega tímabili í sögunni og það er þess vegna sem þeir hafa síðan þá passað vel upp á að þetta endurtaki sig ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2010 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband