Er Félagsbústaðir glæpasamtök?

Ef Norski framfaraflokkurinn er á tímamótum, þá er greinilega að Félagsbústaðir eru á tímamótum. Félagsbústaðir er fyrirtæki á vegum Reykjavíkurborgar og er samkvæmt heimasíðu þeirra þjónustufyrirtæki á húsnæðissviði.

Nú bregður svo við að þeir eða þær sem eru að gera skattaskýrslu fyrir einstaklinga sem leigja hjá þessu fyrirtæki hafa tekið eftir ótrúlegu færslu frá þessu fyrirtæki.
Einstaklingur sem greiddi t.d. leigu upp á kr. 820.000 fyrir allt árið í fyrra er núna skráður með tekjur frá þessu sama fyrirtæki undir lið 2.9 kr. 888.000

Félagsbústaðir hafa engan rétt að setja tekjur á einstaklinga sem leigja hjá þeim, þótt að húsaleigan sé lægri en á öðrum stöðum. Þessar tekjur sem þeir virðast hafa skráð er greinilega mismunur á "hugsanlegu leiguverði" og leiguverðið hjá þeim.

Hætt er við því að þeir sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins liti á þetta séu aukatekjur og þeir lækki því sínar greiðslu í samræmi við það.

Ég vil því skora á þá sem eru að gera skattskýrslur fyrir einstaklinga sem leigja hjá Félagsbústöðum að kæra þessar skráðu tekjur til Ríkisskattstjóra. Þar sem þetta eru ekki á neinn hátt tekjur samkvæmt lögum. Heldur tilbúningur á tekjur og gert til þess eins að fegra bókhaldið.

Minni á það að í markmiðum Félagsbústaða sem kemur fram á þeirra heimasíðu segir: "Félagsbústaðir hf. starfa í þágu almannaheilla". Svona gjörningur er skepnuskapur af verstu gerð, því þeir sem leigja hjá þeim eiga yfirleitt ekki um önnur hús að vernda.

 


mbl.is „Í dag myndi ég kjósa nei“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband