Ívilnun stenst ekki Stjórnarskrána!

Merkilegt hvað íslenska ríkið getur gert í ívilnun fyrir erlend fyrirtæki, sem mun lítið sem ekkert greiða í skatt inn í samfélagið. Grunnástæðan fyrir því er að þau stofna flest öll leppfyrirtæki í Lúxemborg og það fyrirtæki er með skuldabréf á fyrirtækið hér á landi. Síðan bætist við ýmis sér verkefni sem greiðist til Lúxemborg. Þar sem þetta fyrirtæki er ekki með neitt rekstur í Lúxemborg heldur erlend viðskipti þá greiða þau lítinn sem engan skatt þar.

Frægastur er nú Steingrímur J þingmaður í hans ráðherratíð gaf hann ívilnun á fyrirtæki á Bakka. Þessi ívilnun stenst ekki Stjórnarskrána! T.d. hvernig er hægt að veita einu fyrirtæki ívilnun á að greiða t.d. ekki tryggingargjald en hin þurfa að greiða?

Síðan hefur maður heyrt að orðrómur er um að ákveðið fyrirtæki á Reykjanesi sem er að byggja og með ívilnun að það borgi erlendu verkamönnum kr. 150.000 í laun á mánuði og rukki það um kr. 70.000 í húsaleigu á mann á mánuði og það eru 3 sem eru í mjög lítilli íbúð. Þannig að þessi litla íbúð skilar kr. 210.000 í húsaleigu.

Það er eins og þessir trúðar sem eru á Alþingi hafa ekki spáð í það hvað hámarkar gæði og hagnað Íslands. Þessir mengandi láglauna verksmiðja gera það ekki.


mbl.is ESA samþykkir ívilnunarsamning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband