VÍS og endurkaup á eigin hlutum

Til að hækka verð á hlutabréfum eru þekktar tvær aðferðir. Önnur aðferðin er að kaupa eigin hlutabréf við það verða færri bréf til sölu og þau hækka vegna þess. Þessi útgáfa er mjög þekkt t.d. þrír stærstu bílaframleiðendurnir (Chrysler, General Motors og Ford) gerðu þetta árið 1984 til 1985. Sem dæmi að Chrysler keypti 25% af öllu útistandandi hlutum. Hin aðferðin er að nota þetta fjármagn sem nota á til þess að kaupa þessa hluti, og byggja upp arðbærara tekjustreymi í fyrirtækinu sjálfu. Við það hækkar verð á pr. hlut og eigendur hagnast þegar hlutabréfið hækkar í verði. Þessi leið er mun "hollari" fyrir fyrirtækið, því það tryggir öruggann og góðan hagnað í framtíðinni.

Vil bara minna á það að stjórn VÍS vildi borga sér út meiri hagnað en fyrirtæki var með í raun. Það þýðir á mæltu máli að eigendur voru að ganga á eignir fyrirtækisins og við það lækkar verð á hlutabréfum fyrirtækisins. Ef eigendur og stjórn fyrirtækis vill endalaust ganga á eignir fyrirtækisins án þess að hugsa um að byggja það upp, þá er ekki von á góðu fyrir það fyrirtæki.

 

 


mbl.is VÍS heldur áfram endurkaupum á eigin hlutum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband