Önnur sýn á heilbrigðisstarfsmenn

þurfum við ekki að fara að taka upp aðra sýn á heilbrigðisstarfsmenn eins og t.d. hjúkrunarfræðinga. Laun starfsmanna sem vinna við spítalanna eru grunnlaun og síðan bætast við vaktaálag. Starfsmaður sem vinnur eingöngu á daginn sem hjúkrunarfræðingur gæti því verið með laun á mánuði upp á kr. 370.000 en sá sem er í vaktavinnu þar gæti launin farið yfir kr. 450.000. Með vaktavinnu fylgir mikið álag og ekki er á bætandi ef viðkomandi á börn.

Allur sparnaðurinn sem síðasta ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar kom hvað harðast niður á heilbrigðisstarfsmönnum í formi meira álags. Oftar en ekki heyrum við að hjúkrunarfræðingar tala um að þeir/þær séu að brenna út í starfi. Sem dæmi var ég á námskeiði hjá Vinnueftirlitinu þar hitti ég hjúkrunarfræðing sem fór að vinna í leikskóla þar sem hún var að brenna út í starfinu.

Er þetta ekki eitt af vandamálinu það er vinnufyrirkomulagið og hægt að eyða því vandamáli. Það er því betra að hætta við grunnlaun og vaktaálag og taka upp jafnlaunakerfi sem gengur út að hversu margar vaktir viðkomandi vinnur á viku. Með þessu móti getum við haldið í fagmenn sem vinna á daginn fyrir mannsæmandi laun. Þetta kerfi var notað af læknum hjá Landspítalanum kringum 1960-1970.

 


mbl.is 198 hafa sagt upp á Landspítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband