Niðurgreiðsla á opinberufé!

Er þetta ekki að nota fé sveitarfélaga illa! Til hvers að greiða niður ferðir fyrir erlenda ferðamenn? Sveitarfélag eins og Reykjanesbær sem skuldar 270% af sínum tekjum, skuli vera að nota peninganna á þennan hátt er hreint hlægilegt. Þarf ekki eftirlitsstofnun EFTA að rannsaka þetta. Eru ekki opinberir aðilar með þessu móti að misnota fjármuni almennings í markaðsráðandi stöðu! Þar sem aðrir einkaaðilar eru nú þegar á þessum markaði.

Þetta strætó 55 bull er hreint hlægilegt fyrirbæri. Á Ásbrú búa um 1591 ári 2014 samkvæmt Hagstofunni. Sem gerir Ásbrú að 3 fjölmennasta byggðakjarnanum á Suðurnesjum. Það var upphaflega komið á fót fyrir háskólafólk sem var við námi í t.d. Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur auk annarra. Við þessa nýju 55 leið í janúar verða bara 2 ferðir snemma að morgni og síðan ekkert fyrir en nokkuð eftir hádegi, þar sem ferðir fara framhjá þessum háskólum. Fólkinu er síðan bara hent út í Hafnarfirði.

Þetta sveitarstjórnar pakk ætti að nota peninga almennings á betri veg en þessum. Það er líka von að sveitarfélögin eru á rassgatinu í skuldum með svona gjörningum.

Ef við horfum á rekstrargrundvöllinn þá gengur hann ekki upp.Vegna þess að það eru tvö fyrirtæki fyrir sem sinna eingöngu ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Besta er að þau keyra framhjá fjölda hótela og þar geta þeirra viðskiptavinir farið út og enda svo á BSÍ. Strætó 55 ætlar að sinna bæði ferðamönnum og íbúum á svæðinu. Þetta eru tveir mismunandi hópar sem hafa sitthvorn tilganginn með ferðinni og þetta blandast mjög illa saman. Það mun taka íbúa um 1 klst. að komast frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur. Það besta er að hluta úr deginum mun endastöðin vera Hafnarfjörður. 

Samkvæmt þessu þá munu Hafnfirðingar fá á sig fjölda erlendra ferðamanna með ferðatöskur sem ætlar sennilega þá að taka annan strætó í Hafnarfirði til að komast á hótelið sem væri hugsanlega í Reykjavík. Við sjáum að þetta strætó 55 upp á keflavíkurvöll er hreint og beint bull! Þetta er mjög ófaglega hugsað og er öllum til ógagns.

 


mbl.is Fagna samkeppninni til Keflavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband